Næsta gönguferð fuglaskoðara verður farin sunnudaginn 22. apríl. Farið verður um Hraunin vestan við Straumsvík og staldrað við hjá Lónakoti.

Næsta gönguferð fuglaskoðara verður farin sunnudaginn 22. apríl. Farið verður um Hraunin vestan við Straumsvík og staldrað við hjá Lónakoti. Þeir sem vilja vera með í samakstri frá Álftanesi geta mætt á bílastæðið framan við Íþróttamiðstöðina á Álftanesi klukkan 13 en upphaf göngunnar er frá Straumi, þ.e. burstabænum við Straumsvík klukkan 13.30. Allir eru velkomnir og leiðin er greiðfær. Ætlunin er að staldra við í Lónakoti, rifja upp aðstæður og skoða ummerki búsetu í hrauninu.

Tilvalið er að hafa með nesti og njóta í heimatúninu. Gera má ráð fyrir að ferðin taki 2-3 klst. og gönguleiðin er u.þ.b. 5 km. Þrjú félög standa að göngunni að þessu sinni, þ.e. Hraunavinir, Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla og FoNÁ.