[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Chelsea verður án Didiers Drogba og Davids Luiz þegar liðið mætir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Emirates Stadium í hádeginu í dag. Báðir eiga við meiðsli að stríða og þá tekur varnarmaðurinn Branislav Ivanovic út leikbann.

Chelsea verður án Didiers Drogba og Davids Luiz þegar liðið mætir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Emirates Stadium í hádeginu í dag. Báðir eiga við meiðsli að stríða og þá tekur varnarmaðurinn Branislav Ivanovic út leikbann. Arsenal-menn fagna því sjálfsagt að þurfa ekki að glíma við Drogba en hann hefur oft reynst Arsenal-liðinu mjög erfiður.

Drogba varð fyrir meiðslum í sigurleik Chelsea gegn Barcelona í vikunni og er ekki víst að hann verði búinn að ná sér fyrir seinni leikinn sem verður á Nou Camp á þriðjudaginn.

Arsene Wenger , knattspyrnustjóri Arsenal, býst við því að Robin van Persie verði krýndur besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar annað kvöld en þá verður kjörinu lýst í hófi Leikmannasamtakanna.

Það reikna flestir með því að hollenski framherjinn verði fyrir valinu en hann hefur skorað 27 mörk í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Roberto Mancini , knattspyrnustjóri Manchester City, sagði á fréttamannafundi í gær að Manchester United hefði líklega náð undirtökum í einvíginu um meistaratitilinn vegna slakrar dómgæslu.

Bogdan Wenta hefur sagt starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari Pólverja í handknattleik karla. Wenta tilkynnti ákvörðun sína í fyrradag og sagði meginástæðuna fyrir uppsögninni vera þá að ekki tókst að tryggja pólska landsliðinu þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London í sumar.