Golfæfing Nú þegar vora tekur gleðjast golfarar og halda út á völl.
Golfæfing Nú þegar vora tekur gleðjast golfarar og halda út á völl. — Morgunblaðið/Golli
Golf er ekki flókin íþrótt – göngutúr með markmið.
Golf er ekki flókin íþrótt – göngutúr með markmið. Þeir sem vilja stytta göngutúr sinn umtalsvert geta æft sig og byrjað að ergja sig á hægfara golfurum, því þó að íþróttin sé í sjálfu sér einföld getur reynst erfitt koma kúlunni í holuna í sem fæstum höggum, en það sparar viðkomandi umtalsverðan tíma. Á vefsíðunni learnaboutgolf.com má finna tæmandi leiðbeiningar um þá hluti sem golfari þarf að hafa í huga þegar hann stundar golfíþróttina. Þar má finna ráð fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Ráðin henta ólíkum aðstæðum golfsins – hvernig kylfu þú átt að kaupa þér, hvernig á að spila í vindi og virkni hverrar kylfu svo dæmi séu nefnd. Og mundu: Ef hnéð færist um of til hægri hefur það áhrif á axlarstöðu þína.