— Reuters
Evrópusambandið hefur nú til meðferðar beiðni Slóvakíu um framleiðsluvernd á svonefndum Krainer-svínapylsum, sem hafa verið framleiddar í landinu síðan á 19. öld. Pylsurnar eru kryddaðar með hvítlauki og pipar og þykja mikið lostæti.

Evrópusambandið hefur nú til meðferðar beiðni Slóvakíu um framleiðsluvernd á svonefndum Krainer-svínapylsum, sem hafa verið framleiddar í landinu síðan á 19. öld. Pylsurnar eru kryddaðar með hvítlauki og pipar og þykja mikið lostæti.

Austurríki hefur lagst gegn beiðninni því fái Slóvenar umrætt leyfi þýðir það að Austurríkismenn, sem framleiða vinsælar ostafylltar pylsur á svipaðan hátt, svokallaðar ostakrainerpylsur, mega ekki lengur framleiða vöru með Krainer-nafninu. Austurríkismenn segja að það þýddi mikið fjárhagslegt tap. Vínarpylsur séu eitt og ostakrainerpylsur annað.