— Morgunblaðið/Eggert
Það er mikilvægt að vera með hjálm þegar maður fer út að hjóla og það vita krakkarnir í hjólaskóla Dr. Bæk og frístundamiðstöðvarinnar Kamps. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 10-12 ára og var það fyrsta haldið í gær.
Það er mikilvægt að vera með hjálm þegar maður fer út að hjóla og það vita krakkarnir í hjólaskóla Dr. Bæk og frístundamiðstöðvarinnar Kamps. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 10-12 ára og var það fyrsta haldið í gær. Lauk því með hjólaferð í Nauthólsvík þar sem snætt var nesti og notið veðurblíðunnar. Ef veðrið verður eins gott í sumar og í gær þá verða eflaust næg tækifæri fyrir krakkana til að draga fram hjólin sín.