Vortónleikar Samkórs Kópavogs verða haldnir í Langholtskirkju á morgun, laugardaginn 21. apríl, kl. 16.00. Á efnisskránni eru vinsæl dægurlög liðinna ára, söngvar um ástina, sólina og sumarið sem er á næstu grösum.
Vortónleikar Samkórs Kópavogs verða haldnir í Langholtskirkju á morgun, laugardaginn 21. apríl, kl. 16.00. Á efnisskránni eru vinsæl dægurlög liðinna ára, söngvar um ástina, sólina og sumarið sem er á næstu grösum. Hljóðfæraleikarar eru Agnar Már Magnússon á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa og Erik Qvick á trommur. Bergþór Pálsson syngur einsöng. Stjórnandi kórsins er Skarphéðinn Þór Hjartarson, tónmenntakennari og sjálfstætt starfandi tónlistarmaður. Miðasala fer fram á www.samkor.is og við innganginn.