Nú er ljóst að það verður Fljótsdalshérað sem mætir Grindavík í úrslitaþætti Útsvars í Ríkissjónvarpinu föstudagskvöldið 27. apríl. Fljótsdalshérað sigraði Garðabæ með 74 stigum gegn 69 í síðari undanúrslitaþættinum sem fram fór í gærkvöldi.

Nú er ljóst að það verður Fljótsdalshérað sem mætir Grindavík í úrslitaþætti Útsvars í Ríkissjónvarpinu föstudagskvöldið 27. apríl. Fljótsdalshérað sigraði Garðabæ með 74 stigum gegn 69 í síðari undanúrslitaþættinum sem fram fór í gærkvöldi. Áður hafði Grindavík lagt Reykjavík í fyrri undanúrslitaþættinum.

Það voru 24 sveitarfélög sem hófu keppni í Útsvari veturinn 2011-2012 og var fyrsti þátturinn sýndur 2. september í fyrra.