Tilnefningar tilkynntar Gilles Jacob og Thierry Fremaux, formenn dómnefndar, kynna hvaða myndir voru tilnefndar til Cannes-verðlaunanna.
Tilnefningar tilkynntar Gilles Jacob og Thierry Fremaux, formenn dómnefndar, kynna hvaða myndir voru tilnefndar til Cannes-verðlaunanna. — Reuters.
65. Cannes-kvikmyndahátíðin fer fram 16.-27. maí. Eins og ávallt er mikil eftirvænting eftir því að vita hvaða kvikmynd hlýtur Gullpálmann. 21 kvikmynd keppir um verðlaunin.

65. Cannes-kvikmyndahátíðin fer fram 16.-27. maí. Eins og ávallt er mikil eftirvænting eftir því að vita hvaða kvikmynd hlýtur Gullpálmann. 21 kvikmynd keppir um verðlaunin.

Meðal þeirra sem þykja líklegastir til að hneppa hnossið að þessu sinni er David Cronenberg fyrir framtíðarþriller sinn Cosmopolis. Mikil eftirvænting ríkir eftir henni en í aðalhlutverki er Twilight-hetjan Robert Pattinson. Af öðrum myndum má nefna On the Road, leikstýrt af Walter Salles með Sam Reilly í aðalhlutverki, og Paperboy eftir Lee Daniels með Kirsten Dunst í aðalhlutverki.

Af öðrum tilnefndum leikstjórum má nefna Abbas Kiarostami og Ken Loach.

Hátíðin er flaggskip evrópskrar kvikmyndagerðar. Myndir sem þar eru sýndar njóta gjarnan mestra vinsælda þeirra mynda sem framleiddar eru í Evrópu. Kvikmyndir sem þar eru sýndar eru jafnframt taldar hafa haldið sinni listrænu tjáningu umfram kvikmyndir Óskarsverðlaunanna.

Fjölmargar fleiri myndir, stuttar sem langar, verða til sýnis á hátíðinni. Þær eiga það sammerkt að vera athyglisverðar og veita innsýn í menningarheima viðkomandi lands að mati dómnefndar. Þær eiga þó ekki möguleika á því að hljóta Gullpálmann.

Tim Roth er meðal þeirra sem dæma myndir hátíðarinnar en Berenice Bejo, sem lék eitt aðalhutverkanna í The Artist, verður kynnir hátíðarinnar. Það voru þeir Gilles Jacob og Thierry Fremaux sem voru formenn dómnefndar.

Þeim sem vilja kynna sér tilnefningarnar frekar er bent á vefsíðu hátíðarinnar: http://www.festival-cannes.fr.