Arnór og Óli Þór unnu sveitarokk á Suðurnesjum Óli Þór Kjartansson og Arnór Ragnarsson sigruðu örugglega í sveitarokki sem lauk sl. miðvikudagskvöld hjá bridsfélögunum. Þeir tóku forystu í upphafi móts og héldu nær óslitið til loka.

Arnór og Óli Þór unnu sveitarokk á Suðurnesjum

Óli Þór Kjartansson og Arnór Ragnarsson sigruðu örugglega í sveitarokki sem lauk sl. miðvikudagskvöld hjá bridsfélögunum. Þeir tóku forystu í upphafi móts og héldu nær óslitið til loka. Bræðurnir Árni og Oddur Hannessynir urðu í öðru sæti en lokastaðan varð þessi:

Óli Þór – Arnór 255,8

Árni – Oddur 154,5

Vignir Sigursveinss. – Úlfar Kristinss. 142

Lárus Óskarsson – Karl Einarsson

– Birkir Jónsson 72

Einar Guðmundsson – Garðar Garðarsson

– Þorgeir Ver Halldórss. 62

Gunnl. Sævarsson – Randver Ragnarsson 47

Síðasta spilakvöld skoruðu Vignir og Úlfar mest eða 69. Guðni Sigurðsson og Þórir Hrafnkelsson skoruðu 35 eins og Óli Þór og Arnór, sigurvegarar mótsins. Þetta var lengsta keppni vetrarins, stóð yfir í sjö vikur.

Lokakvöld vetrarins verður snittutvímenningur sem styrktur er af Landsbanka Íslands. Spilað er í húsi félaganna á Mánagrund á miðvikudögum kl. 19.

Bridsfélag Kópavogs

Á öðru kvöldi af þremur í Monrad-tvímenningi Bridsfélags Kópavogs urðu Jón Steinar Ingólfsson – Guðlaugur Bessason og Sigurður Sigurjónsson – Ragnar Björnsson efstir og jafnir með 58,6% skor. Þeir fyrrnefndu hafa nauma forystu samanlagt með 111,2% úr báðum kvöldum.

Staða efstu para er þessi (prósentskor):

Jón St. Ingólfss. – Guðlaugur Bessas. 111,2

Baldur Bjartmarsson – Halldór Þorvaldss./Sigurjón Karlsson 110,6

Ingvaldur Gústafss. – Úlfar Ö. Friðrss. 110,2

Jörundur Þórðars. – Þórður Jörundss. 109,4

Guðmundur Aldan Grétarsson – Guðbjörn Baldvins/Þorsteinn Berg 103,3