Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ekki má vanmeta mikilvægi þess að í fréttatilkynningu stjórnarráðsins í vikunni skuli hafa verið tekið fram að verkefnisstjóri sóknaráætlunar landshluta skuli hafa verið ráðinn „að undangenginni auglýsingu“.

Ekki má vanmeta mikilvægi þess að í fréttatilkynningu stjórnarráðsins í vikunni skuli hafa verið tekið fram að verkefnisstjóri sóknaráætlunar landshluta skuli hafa verið ráðinn „að undangenginni auglýsingu“.

Viðbúið er að án þessara upplýsinga hefði einhverjum dottið í hug að ráðningin kynni að vera af pólitískum toga, en nú er engin ástæða til að efast um að hæfasti umsækjandinn var ráðinn.

Og þar sem ráðningin fór fram „að undangenginni auglýsingu“ er augljóst að ekki var búið að ráðstafa stöðunni fyrirfram. Þar með er líka augljóst að hinir 42 sem sóttu um starfið voru lakari kandidatar.

Fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, sem þolir engar pólitískar stöðuveitingar eins og hún hefur sýnt fram á í störfum sínum, er hins vegar skemmtileg tilviljun að þær Hólmfríður Sveinsdóttir, nýráðinn verkefnisstjóri, skuli eiga svo lík áhugamál.

Vissulega hlýtur að vera ánægjuleg tilviljun að verkefnisstjórinn skuli hafa starfað um árabil í flokkum með Jóhönnu og verið varaþingmaður Samfylkingarinnar.

Ekki síður að hin nýráðna skuli hafa setið í umbótanefnd Samfylkingarinnar eða að hún eigi sæti í framkvæmdaráði Já Ísland.

Svona tilviljanir eru alltaf gleðilegar „að undangenginni auglýsingu“.