21. apríl 1919 Sænsk kvikmynd um Fjalla-Eyvind, eftir sögu Jóhanns Sigurjónssonar, var frumsýnd í Gamla bíói, annan í páskum. „Eru sýningarnar mjög skrautlegar,“ sagði í Lögréttu.

21. apríl 1919

Sænsk kvikmynd um Fjalla-Eyvind, eftir sögu Jóhanns Sigurjónssonar, var frumsýnd í Gamla bíói, annan í páskum. „Eru sýningarnar mjög skrautlegar,“ sagði í Lögréttu. „Yfirleitt er mesta ánægja að myndinni,“ sagði í Tímanum.

21. apríl 1971

Fyrstu handritin komu til landsins frá Danmörku með herskipinu Vædderen. Þetta voru Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða. „Sögulegur viðburður,“ sagði Kristján Eldjárn, forseti Íslands í útvarpsávarpi. Alls voru afhent 1.807 handrit, þau síðustu í júní 1997.

21. apríl 2003

Ýmsir lykilstarfsmenn Búnaðarbankans sögðu upp og réðu sig til Landsbankans.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.