Levon Helm Söngvari og lagahöfundur úr The Band er látinn.
Levon Helm Söngvari og lagahöfundur úr The Band er látinn. — Reuter
Bandaríski söngvarinn og trommuleikarinn Levon Helm er látinn úr krabbameini 71 árs að aldri. Hann var áður í hljómsveitinni The Band.

Bandaríski söngvarinn og trommuleikarinn Levon Helm er látinn úr krabbameini 71 árs að aldri. Hann var áður í hljómsveitinni The Band.

Lést Helm á sjúkrahúsi í New York en að sögn umboðsmanns hans var fjölskyldan hjá honum á banabeðinum ásamt vinum og félögum úr hljómsveitinni.

Helm greindist með krabbamein í hálsi árið 1998 og fór í miklar geislameðferðir en hægt og sígandi náði hann röddinni aftur og kom oft fram á tónleikum undanfarin ár.

Fyrsta hljómplata The Band kom út árið 1968, Music From the Big Pink. Sveitin var mjög vinsæl á áttunda áratugnum og átti nokkra smelli, svo sem Rag Mama Rag og The Night They Drove Old Dixie Down.