Talið er að 127 manns hafi farist þegar farþegaþota brotlenti á leið inn til lendingar skammt frá flugvellinum í Islamabad, höfuðborg Pakistans, í slæmu veðri, rigningu og þoku, í gær.

Talið er að 127 manns hafi farist þegar farþegaþota brotlenti á leið inn til lendingar skammt frá flugvellinum í Islamabad, höfuðborg Pakistans, í slæmu veðri, rigningu og þoku, í gær.

Vélin, sem var af gerðinni Boeing 737, var í innanlandsflugi hjá flugfélaginu Bhoja Air á leið frá Karachi með 118 farþega og níu manna áhöfn. Lögreglan sagði að talið væri að allir í vélinni hefðu farist. Fregnir hermdu að vélin hefði brotlent á akri nálægt þorpi við jaðar höfuðborgarinnar.

Bhoja Air er ungt félag. Það hætti rekstri á tímabili en hóf starfsemi á ný fyrir skömmu.