Margrét Örnólfsdóttir
Margrét Örnólfsdóttir
Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur voru afhent í vikunni. Margrét Örnólfsdóttir fékk verðlaunin fyrir bestu frumsömdu bókina, Með heiminn í vasanum , og Magnea J.

Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur voru afhent í vikunni. Margrét Örnólfsdóttir fékk verðlaunin fyrir bestu frumsömdu bókina, Með heiminn í vasanum , og Magnea J. Matthíasdóttir fyrir bestu þýðingu á barna- og unglingabók, Hungurleikunum eftir Suzanne Collins.

Í umsögn um Með heiminn í vasanum segir m.a.: „Með skýrri persónusköpun, hlýju og kímni er lesandinn leiddur inn í spennandi frásögn úr ólíkum heimum barna og unglinga. Í sögunni er tekið á málefnum sem koma okkur öllum við; afleiðingum græðgi, barnaþrælkunar og mannréttindabrota.“