Verðlaun Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, afhendir Pétri verðlaunin.
Verðlaun Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, afhendir Pétri verðlaunin.
Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannhöfn sumardaginn fyrsta. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum.

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannhöfn sumardaginn fyrsta.

Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur umsjón með hátíðinni með fulltingi forseta Alþingis og forsætisnefndar.

Verðlaunin í ár hlýtur dr.phil. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emiritus. Hann hefur með framúrskarandi fræðistörfum á sviði vatnalíffræði í Danmörku og á Íslandi lagt fram mikilvægan skerf til að styrkja vísindasamstarf þjóðanna, segir í tilkynningu.