Bjarni Pálsson
Bjarni Pálsson
Bjarni Pálsson, deildarstjóri virkjunardeildar á þróunarsviði Landsvirkjunar, kjörinn formaður Jarðhitafélags Íslands sem haldinn var fyrr í vikunni. Bjarni hefur setið í stjórn félagsins sl. fjögur ár, þar af síðustu tvö árin sem varaformaður.

Bjarni Pálsson, deildarstjóri virkjunardeildar á þróunarsviði Landsvirkjunar, kjörinn formaður Jarðhitafélags Íslands sem haldinn var fyrr í vikunni. Bjarni hefur setið í stjórn félagsins sl. fjögur ár, þar af síðustu tvö árin sem varaformaður. Þá hefur hann setið undanfarin tvö ár í stjórn IGA, Alþjóðajarðhitasambandsins.

Bjarni tekur við af Jakobi S. Friðrikssyni hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem verið hefur formaður síðustu tvö ár. Á fundinum voru jafnframt kjörin ný í stjórn félagsins þau Kristín Vala Matthíasdóttir efnaverkfræðingur hjá HS Orku og Magnús Þór Jónsson prófessor í véla- og iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands.