Samningur Þriðja plata Retro Stefson mun koma út undir hatti Record Records.
Samningur Þriðja plata Retro Stefson mun koma út undir hatti Record Records.
Hljómsveitin Retro Stefson hefur samið við Record Records um útgáfu á sinni þriðju breiðskífu. Sveitin sendi síðast frá sér hina geysivinsælu Kimbabwe árið 2010 sem innihélt lög á borð við „Mama Angola“ og „Velvakandasveinn“.

Hljómsveitin Retro Stefson hefur samið við Record Records um útgáfu á sinni þriðju breiðskífu. Sveitin sendi síðast frá sér hina geysivinsælu Kimbabwe árið 2010 sem innihélt lög á borð við „Mama Angola“ og „Velvakandasveinn“.

Fyrr á þessu ári sendi Retro Stefson svo frá sér fyrsta lagið af væntanlegri plötu sem ber nafnið „Qween“ og hefur það notið mikilla vinsælda á öldum ljósvakanna.

Nýja platan er enn í vinnslu og hefur ekki hlotið nafn en hún kemur út í ágúst á þessu ári. Í maí verður hinsvegar lagið Qween gefið út á 7 tommu ásamt endurhljóðblöndun af laginu eftir Hermigervil.