RÚV ákærir „son Kalla“ Ríkisútvarpið heldur áfram niður á bóginn. Kvöldfréttatími miðvikudags hófst á þessum orðum: „Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Aroni Karlssyni, syni Kalla í Pelsinum ...“.

RÚV ákærir „son Kalla“

Ríkisútvarpið heldur áfram niður á bóginn. Kvöldfréttatími miðvikudags hófst á þessum orðum: „Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Aroni Karlssyni, syni Kalla í Pelsinum ...“. Fréttatímanum lauk svo eins, að saksóknari hefði gefið út ákæru á hendur „syni Kalla í Pelsinum“. Hvernig getur staðið á svona fréttaflutningi? Faðir þessa ákærða manns er alls ekki ákærður. Hvers vegna er þá tekið fram í upphafi og lokum fréttatímans hver faðirinn er? Og hvað á það að þýða hjá opinberri fréttastofu að nefna menn „Kalla í Pelsinum“ í fréttayfirliti, og það í frétt af grafalvarlegu máli? Hvað næst? Verður í næsta fréttatíma sagt frá „bróður Jóa feita“, eða „konu Gunna mæjó“? Halda starfsmenn RÚV að þeir vinni á bresku götublaði? Það gæti skýrt margt. En því má auðvitað ekki gleyma, að sjálfstraustið í Efstaleiti er orðið slíkt að 37 ára gamall dagskrárgerðarmaður er kominn í forsetaframboð.

Lúinn útvarpshlustandi.


Svarað í síma 5691100 frá 10-12 velvakandi@mbl.is