Smásala í Bretlandi jókst um 1,8% í marsmánuði og er það mesta hækkun á milli mánaða í meira en eitt ár. Hagstofa Bretlands (ONS) greindi frá þessu í gær.

Smásala í Bretlandi jókst um 1,8% í marsmánuði og er það mesta hækkun á milli mánaða í meira en eitt ár. Hagstofa Bretlands (ONS) greindi frá þessu í gær.

Helstu skýringar á þessari auknu smásölu eru sagðar vera veðurblíðan í Bretlandi í marsmánuði, sem hafi aukið sölu á fatnaði, skófatnaði, garðáhöldum og verkfærum.

Þá er einnig tilgreind aukin sala í eldsneyti, en hún jókst um 4,9% í mars, einkum vegna þess að almenningur í Bretlandi óttaðist verkfall bílstjóra olíuflutningabíla. Smásala í Bretlandi jókst um 0,8% síðustu þrjá mánuði frá því sem var sama tímabil 2011.