Grunur Glæsihestar og knapar koma fram á stórsýningu Fáks í kvöld.
Grunur Glæsihestar og knapar koma fram á stórsýningu Fáks í kvöld.
Fyrrverandi landsmótssigurvegarar munu þeysa um reiðhöllina í Víðidal í kvöld ásamt ungum glæsihrossum á árlegri stórsýningu hestamannafélagsins Fáks. Miklir sýningarkóngar úr hestaheiminum munu etja kappi í „einvígi aldarinnar.
Fyrrverandi landsmótssigurvegarar munu þeysa um reiðhöllina í Víðidal í kvöld ásamt ungum glæsihrossum á árlegri stórsýningu hestamannafélagsins Fáks. Miklir sýningarkóngar úr hestaheiminum munu etja kappi í „einvígi aldarinnar.“ Stórsýningin hefst klukkan 21 en húsið verður opnað klukkustund fyrr. Miðaverð er 2.500 kr. Sýningarflokkur borgfirska hestakvenna, Skessurnar, fer um salinn með pilsaþyt. Unglingar munu sýna atriði, sýndir verða afkvæmahópar stóðhesta og kynbótahross.