Verkið Klárt skip eftir Hrafnkel.
Verkið Klárt skip eftir Hrafnkel.
Hafnarborgin nefnist sýning á nýjum verkum eftir myndlistarmanninn Hrafnkel Sigurðsson sem opnuð verður í Hafnarborg í dag kl. 15. Efniviður sýningarinnar er að mestu leyti sóttur í slippi þar sem skip eru dregin á land til viðhalds og endurbóta.
Hafnarborgin nefnist sýning á nýjum verkum eftir myndlistarmanninn Hrafnkel Sigurðsson sem opnuð verður í Hafnarborg í dag kl. 15.

Efniviður sýningarinnar er að mestu leyti sóttur í slippi þar sem skip eru dregin á land til viðhalds og endurbóta. „Stál, tjara og málning skapa stemningu sem vart verður komist hjá að tengja við athafnasvæði karlmanna. Á sýningunni mynda myndbandsinnsetning, ljósmyndir, stórt veggverk úr fundnum efniviði og textíll heild sem bæði hefur sterk tengsl við þennan uppruna en einnig við fyrri verk Hrafnkels,“ segir m.a. í tilkynningu frá sýningarhöldurum.