Hjálmar Jónsson
Hjálmar Jónsson
Biblían og stjórnmálin nefnist fyrirlestur sem sr. Hjálmar Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, flytur á Listahátíð Seltjarnarneskirkju á morgun kl. 17 í kirkjunni.

Biblían og stjórnmálin nefnist fyrirlestur sem sr. Hjálmar Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, flytur á Listahátíð Seltjarnarneskirkju á morgun kl. 17 í kirkjunni. Sólveig Pálsdóttir leikkona mun við sama tækifæri lesa upp nokkur ljóð eftir stjórnmálamennina Grím Thomsen og Hannes Hafstein. Tónlist flytja þær Agnes Amalía Kristjónsdóttir sópran og Jóhanna Héðinsdóttir messósópran við píanóleik Renötu Ivan.

Biblían og menningin – vér viljum gera manninn í vorri mynd er yfirskrift Listahátíðar Seltjarnarneskirkju sem hófst fyrir viku og lýkur 28. apríl nk. Ókeypis er á alla viðburði hátíðarinnar. Myndlistarmaður hátíðarinnar er Karólína Lárusdóttir og eru m.a. nýjar vatnslitamyndir hennar til sýnis í kirkjunni alla daga. Dagskrá hátíðarinnar má sjá í heild sinni á vefnum www.seltjarnarneskirkja.is.