Ronan Keating Mun troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Ronan Keating Mun troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. — Reuters
Írski tónlistarmaðurinn Ronan Keating mun troða upp á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Keating kemur til Eyja með tíu manna hljómsveit og verður „í fullum skrúða“, eins og Páll Scheving, formaður þjóðhátíðarnefndar, nefnir það.

Írski tónlistarmaðurinn Ronan Keating mun troða upp á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Keating kemur til Eyja með tíu manna hljómsveit og verður „í fullum skrúða“, eins og Páll Scheving, formaður þjóðhátíðarnefndar, nefnir það. Keating er einna þekktastur fyrir söng sinn með drengjahljómsveitinni Boyzone en á umliðnum árum hefur hann einbeitt sér að sólóferli, með góðum árangri.

Páll býst við því að miðasala muni taka kipp um leið og ljóst er að Keating kemur fram.