Guttarnir frá Bergen. Norður &spade;ÁG97 &heart;9 ⋄G54 &klubs;DG542 Vestur Austur &spade;10865 &spade;2 &heart;Á63 &heart;KDG54 ⋄ÁK1032 ⋄D97 &klubs;6 &klubs;9873 Suður &spade;KD43 &heart;10872 ⋄86 &klubs;ÁK10 Suður spilar 4&spade;.

Guttarnir frá Bergen.

Norður
ÁG97
9
G54
DG542

Vestur Austur
10865 2
Á63 KDG54
ÁK1032 D97
6 9873

Suður
KD43
10872
86
ÁK10

Suður spilar 4.

Norðmenn halda árlega meistarakeppni spilaklúbba, sem nær hámarki með helgarmóti átta bestu sveitanna. Úrslitakeppnin í ár fór fram í Namsos og vann klúbbur frá Bergen. „Gull til Bergensgutta“ stóð í mótsblaðinu, en „guttarnir“ eru reyndar flestir komnir af léttasta skeiði og nær því að vera „gamlir kallar“. Þeir eru Tor Bakke, Magne Eide, Kjell Gaute Fyrun, Jim Höyland og Sven-Olai Höyland.

Aldursforsetinn, Tor Bakke (63), fékk út einspilið í laufi gegn 4. Á hann séns?

Á hinu borðinu spilaði vestur út Á-K og þriðja tíglinum. Suður trompaði, aftrompaði vörnina og lagði upp tíu slagi: fékk fimm á tromp og fimm á lauf. En Bakke var bjargarlaus. Ef hann reynir að byggja upp rauða stungu mun vestur trompa lauf, og ef hann tekur strax fjögur tromp – eins og hann gerði í raun – vantar tíunda slaginn.