[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
G uðjón Valur Sigurðsson , leikmaður AG Köbenhavn, var valinn í úrvalslið á „Final Four“, undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, sem fram fór um síðustu helgi.

G uðjón Valur Sigurðsson , leikmaður AG Köbenhavn, var valinn í úrvalslið á „Final Four“, undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, sem fram fór um síðustu helgi. Guðjón var valinn í stöðu vinstri hornamanns en aðrir í liðinu eru Thierry Omeyer (Kiel), Filip Jicha (Kiel), Iker Romero (Füchse Berlin), Kiril Lazarov (Atlético Madrid), Nicklas Ekberg (AG Köbenhavn), Julen Aguinagalde (Atlético Madrid).

Valsmenn hafa fengið liðstyrk fyrir átökin í N1-deildinni í handbolta næsta vetur en Vignir Stefánsson , hornamaður úr Eyjum, hefur samið við félagið til þriggja ára. Vignir er 22 ára vinstri hornamaður sem hefur leikið með ÍBV allan sinn feril og verið viðloðandi yngri landslið Íslands. Hann skoraði 59 mörk í 20 leikjum með ÍBV í 1. deildinni á síðasta tímabili.

Miami Heat þurfti framlengingu til að knýja fram sigur á heimavelli gegn hinu reynda liði Boston Celtics í öðrum úrslitaleik liðanna í Austurdeild NBA í körfubolta í fyrrinótt. Lokatölur urðu 115:111 og Miami er komið í 2:0 í einvíginu en fjóra sigra þarf til að komast í NBA-úrslitin. LeBron James skoraði 34 stig fyrir Miami og tók 10 fráköst. Dwayne Wade skoraði 23 stig og Mario Chalmers 22. Stórleikur hjá Rajon Rondo stal þó nánast senunni. Þessi litríki leikmaður setti persónulegt met með því að skora 44 stig fyrir Boston og hann átti auk þess 10 stoðsendingar og tók átta fráköst.

Á sta Birna Gunnarsdóttir , fyrirliði silfurliðs Fram í N1-deild kvenna í handbolta, hefur skrifar undir nýjan tveggja ára samning við Fram og verður því í Safamýrinni út tímabilið 2014. Ásta er 27 ára hornamaður sem einnig er fastamaður í íslenska landsliðinu. Hún á yfir 200 leiki fyrir meistaraflokk Fram í efstu deild. Ásta á að baki 61 landsleik en í þeim hefur hún skorað 72 mörk.

Íslandsmeistarar TBR töpuðu fyrir ungversku meisturunum Hajdu Gabona Debreceni, 2:5, í lokaleik sínum í Evrópukeppni félagsliða í Ungverjalandi í gær. Helgi Jóhannesson og Daniel Thomsen unnu mótherja sína í tvíliðaleik karla, þá Balázs Boros og Ákos Varga , af öryggi, 21:12 og 21:10. Sara Högnadóttir vann Csillu Gondáné Fórián í einliðaleik kvenna, 10:21, 22:20 og 21:18, en TBR tapaði öðrum viðureignum. Í gærmorgun tapaði TBR 0:7 fyrir frönsku meisturunum Issy Les Moulineaux, en þeir stóðu uppi sem sigurvegarar í riðlinum. TBR tapaði öllum fjórum leikjum sínum.

Frank Lampard , miðjumaður Chelsea, hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum í knattspyrnu fyrir EM vegna meiðsla í læri. Jordan Henderson frá Liverpool er kominn í hópinn í hans stað.

Gríska liðið AEK sem þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Elfar Freyr Helgason leika með og Arnar Grétarsson er yfirmaður knattspyrnumála hjá fær ekki keppnisrétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Ástæðan er óregla í fjármálum en félagið skuldar 35 milljónir evra.