— Morgunblaðið/Eggert
Nokkur ungmenni fóru á sjóinn frá Nauthólsvík í blíðviðrinu í gær og að sjálfsögðu allir í björgunarvesti sem í bátana fóru. Stutt er í að siglinganámskeiðin hefjist í Nauthólsvík en þau hafa jafnan verið vel sótt af ungu kynslóðinni.
Nokkur ungmenni fóru á sjóinn frá Nauthólsvík í blíðviðrinu í gær og að sjálfsögðu allir í björgunarvesti sem í bátana fóru. Stutt er í að siglinganámskeiðin hefjist í Nauthólsvík en þau hafa jafnan verið vel sótt af ungu kynslóðinni. Mannlífið var iðandi á öllu höfuðborgarsvæðinu í gær, sem og víða um land. Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi hlýindum og sólskini um helgina og allt að 20 stiga hita víða inn til landsins.