Styrkur Ingvar Helgason úr hönnunartvíeykinu Ostwald Helgason, þakkar fyrir sig við úthlutun hæsta styrkjarins úr Hönnunarsjóði Auroru í gær.
Styrkur Ingvar Helgason úr hönnunartvíeykinu Ostwald Helgason, þakkar fyrir sig við úthlutun hæsta styrkjarins úr Hönnunarsjóði Auroru í gær. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hönnunartvíeykið Ostwald Helgason hlaut í gær hæsta styrk úr vorúthlutun Hönnunarsjóðs Auroru. Tvíeykið sem skipað er Susanne Ostwald og Ingvari Helgasyni fékk tveggja milljóna króna styrk til þátttöku í tískuvikunni í New York í september nk.
Hönnunartvíeykið Ostwald Helgason hlaut í gær hæsta styrk úr vorúthlutun Hönnunarsjóðs Auroru. Tvíeykið sem skipað er Susanne Ostwald og Ingvari Helgasyni fékk tveggja milljóna króna styrk til þátttöku í tískuvikunni í New York í september nk. Alls var úthlutað tíu milljónum króna, fyrst og fremst til fatahönnuða. Meðal annarra sem hlutu styrk voru Eygló Margrét Lárusdóttir fatahönnuður fyrir áframhaldandi vöruþróun og markaðssókn erlendis og María Ólafsdóttir, Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir og Gréta Hlöðversdóttir fyrir barnafatalínuna As we grow.