Í Linz í Austurríki hafa borgaryfirvöld brugðið á óvenjulegt ráð til að sporna gegn fjölgun dúfna í borginni en farið er að gefa fuglunum getnaðarvarnapillu.

Í Linz í Austurríki hafa borgaryfirvöld brugðið á óvenjulegt ráð til að sporna gegn fjölgun dúfna í borginni en farið er að gefa fuglunum getnaðarvarnapillu.

„Dúfna-pillunni“ svokölluðu hefur verið dreift um miðbæ Linz allt frá árinu 2001 og svo virðist sem ráðið virki því talið er að dúfum í borginni hafi fækkað um helming síðan eða úr 20 þúsund fuglum í um níu þúsund.

Ekki er talið að öðrum dýrum í miðbænum, til dæmis hundum, stafi hætta af getnaðarvarnapillunni, að sögn heilbrigðisyfirvalda í Austurríki.