Danski seðlabankinn lækkaði í gær enn á ný stýrivexti, nú um 0,15 prósentur, en bankinn lækkaði síðast vexti sína fyrir réttri viku. Innlánsvextir danska seðlabankans eru nú 0,05% .

Danski seðlabankinn lækkaði í gær enn á ný stýrivexti, nú um 0,15 prósentur, en bankinn lækkaði síðast vexti sína fyrir réttri viku. Innlánsvextir danska seðlabankans eru nú 0,05% . Þau fjármálafyrirtæki sem geyma fé sitt í hirslum seðlabankans fá því í raun enga ávöxtun á fé sitt.

Vaxtalækkunin kom greinendum á óvart en talið var að bankinn myndi bíða eftir fundi stjórnar Seðlabanka Evrópu í næstu viku. Danski seðlabankinn hefur síðustu daga keypt gjaldeyri á markaði til að reyna að stemma stigu við gengishækkun dönsku krónunnar en án árangurs.