Usain Bolt
Usain Bolt
Usain Bolt, heimsmethafinn frá Jamaíka, náði í gærkvöld besta tíma ársins í 100 metra hlaupi karla þegar hann sigraði í greininni á Demantamóti í Rómaborg á 9,76 sekúndum.

Usain Bolt, heimsmethafinn frá Jamaíka, náði í gærkvöld besta tíma ársins í 100 metra hlaupi karla þegar hann sigraði í greininni á Demantamóti í Rómaborg á 9,76 sekúndum.

Bolt hafði áður hlaupið á 9,82 sekúndum á heimavelli í Kingston í byrjun maí en heimsmetið sem hann setti í Berlín fyrir þremur árum er 9,58 sekúndur.

Þá var þetta mótsmet í Róm en Tyson Gay frá Bandaríkjunum hljóp á 9,77 sekúndum á þessu móti fyrir þremur árum.

Asafa Powell frá Jamaíka kom annar í mark á 9,91 sekúndu og Christophe Lemaitre frá Frakklandi varð þriðji á 10,04 sekúndum.

vs@mbl.is