Einar Þorvarðarson
Einar Þorvarðarson
Kristján Jónsson kris@mbl.is Svo gæti farið að íslenska karlalandsliðið í handknattleik muni mæta þremur af andstæðingum sínum á Ólympíuleikunum í Lundúnum, í vináttulandsleikjum fyrir leikana. Dregið var í riðla fyrir Ólympíuleikana í fyrradag.

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Svo gæti farið að íslenska karlalandsliðið í handknattleik muni mæta þremur af andstæðingum sínum á Ólympíuleikunum í Lundúnum, í vináttulandsleikjum fyrir leikana. Dregið var í riðla fyrir Ólympíuleikana í fyrradag. Ísland leikur í riðli með Frakklandi, Svíþjóð, Túnis, Argentínu og Bretlandi.

Að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra HSÍ, liggur nú fyrir að Íslandi muni mæta bæði Túnis og Frakklandi í sumar. „Við mætum Túnis á móti í Strassbourg 13.-15. júlí. Þar verða Frakkarnir einnig sem og Spánverjar,“ sagði Einar við Morgunblaðið og sagði að HSÍ hefði einnig verið í viðræðum við Argentínumenn í nokkurn tíma um að koma til Íslands fyrir leikana. „Við höfum verið í samningaviðræðum við Argentínumenn um landsleiki fyrir Ólympíuleikana. Ég veit ekki hvað gerist í því eða hvernig þessi dráttur leggst í Argentínumennina. Viðræðurnar við þá hafa gengið út á það að þeir komi 20. júlí,“ sagði Einar.

Argentína og Túnis eru þjóðir sem Íslendingar spila ekki reglulega við þó það hafi nokkrum sinnum gerst. Það væri því væntanlega akkur í því fyrir íslenska liðið að sjá báðar þessar þjóðir spila í aðdraganda Ólympíuleikanna ef af verður.