Seiðandi Sumarlitirnir frá YSL komnir á sinn stað og útkoman er glæsileg.
Seiðandi Sumarlitirnir frá YSL komnir á sinn stað og útkoman er glæsileg. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sumarið er á næsta leiti og því er tilvalið að nota fallega litríka augnskugga til að lífga upp á útlitið. Við fengum hana Björgu Alfreðsdóttur hjá Yves Saint-Laurent til liðs við okkur fyrir þessa skemmtilegu sumarförðun. Björg leiðir okkur gegnum förðunina, skref fyrir skref.

Við byrjuðum á því að undirbúa húðina með því að bera á hana Top Secret Flash Radiance-grunn sem nærir og undirbýr húðina fyrir farða. Þar sem Helga Kristín er með svo fallega húð þá notaði Björg léttan farða sem gefur húðinni fallegan ljóma sem heitir PerfectTouch Radiant Brush Foundation. Í kringum augu, munn og ofan á kinnbeinin bar hún á Touche Éclat eða gullpennann eins og við þekkjum hann best. Til að gefa húðinni þetta fríska yfirbragð þá dumpaði hún gelkinnalit úr vorlínu YSL í lit númer 1 til að fá þetta fríska og létta yfirbragð á húðina.“

Augnförðun:

„Til að undirbúa augnförðunina og fyrir lengri og endingarbetri förðun þá byrjaði hún á því að bera vatnsheldan augnblýant númer 7 á augnlokin og dreifði úr honum með bursta nr. 4. Þar næst bar hún græna augnskuggann úr vorlitum YSL á augnlokin og yfir augnblýantinn. Til að opna augun þá bar hún gula augnskuggann inn í augnakrókana sem gefa förðuninni sumarlegan blæ. Til að gefa förðuninni dýpt þá bar hún svartan Mono-augnskugga númer 01 við ytri augnakrók og dreifði í glóbuslínuna með blöndunarbursta nr. 4 og fór með það sem var eftir í burstanum þétt við neðri augnhár. Vatnsheldur gel-eyeliner í krukku, Effet Faux Cils, var borinn á þétt upp við augnhárin til að ramma inn augun. Svo var borinn á svartur Singulier-maskari sem þéttir, krullar og lengir augnhárin.“

Varaförðun:

„Varirnar á Helgu voru þurrar sem er ansi algengt á þessum árstíma. Til að undirbúa varirnar setti Björg Top Secret varanæringu sem nærir varirnar og gerir þær fyllri. Í lokin var borinn á varalitur, Rouge Volupte Perle nr. 116 í ljósbleikum tón úr vorlitum Yves Saint Laurent.“ jonagnar@mbl.is