Fjör verður í Grímsey.
Fjör verður í Grímsey.
Grímseyjardagar verða haldnir öðru sinni helgina 1.-3. júní í einstakri veðurblíðu ef spár ganga eftir. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem byggist á grímseyskum hefðum. Farið verður í kríueggjaleit, ratleiki, siglingar og fleira.

Grímseyjardagar verða haldnir öðru sinni helgina 1.-3. júní í einstakri veðurblíðu ef spár ganga eftir. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem byggist á grímseyskum hefðum. Farið verður í kríueggjaleit, ratleiki, siglingar og fleira. Vanir menn síga í björg og sækja egg. Formlegri dagskrá lýkur síðan með sjávarréttahlaðborði í félagsheimilinu Múla að kvöldi laugardagsins.

Í tengslum við viðburðinn hefur verið bætt við áætlun flugs til og frá Grímsey. Brottfarir frá Akureyri verða alla dagana kl. 13.00.

Nánari upplýsingar um dagskrá Grímseyjardaga er að finna hér: http://www.visitakureyri.is/is/moya/news/grimseyjardagurinn