Sumarlitir Kjóll, skart og förðun fyrir sumarið.
Sumarlitir Kjóll, skart og förðun fyrir sumarið. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sumarlitirnir eru léttir og bjartir hjá Christian Dior og yfirbragðið er frjálslegt, náttúrulegt og frísklegt.

Vel er við hæfi að sumarförðun sé létt og með mildum litum og það má til sanns vegar færa þegar sumarlitirnir frá Dior eru annars vegar, eins og glöggt má sjá á meðfylgjandi myndum. Það er Laufey Finnbogadóttir sem á heiðurinn af förðuninni, og fyrirsætan heitir Arna Sirrý Benediktsdóttir.

„Ég byrjaði á því að undirbúa húðina með Perfect Moisturise-rakakreminu. Síðan setti ég Skinflash-primerinn á húðina, en hann gefur jafnari áferð, dregur saman húðholur og farðinn helst lengur,“ útskýrir Laufey. Skinflash-penninn nr. 002 var notaður á augnlok, í kringum augu og varir. Því næst setti hún nýja BB-kremið á húðina. „Þetta er frábær vara sem er allt í senn rakakrem, litur, sólarvörn spf 30 og vörn gegn sindurefnum. Þá er vert að geta þess að einn litur af kreminu hentar íslenskum litarhætti sérlega vel,“ bendir Laufey á. Ofan á kremið setti hún laust púður í Nude nr. 20.

Því næst notaði hún blöndu af augnskuggum úr pallettum nr. 642, 454 og 441 (5 lita box), Diorshow liner-blýant, nánar tiltekið svartan 098, og svo svartan Extase-maskara sem bæði þykkir og lengir. „Varalínuna skerpti ég með blýanti nr. 223 og varalit í Serum de Rouge nr. 345 og smá gloss yfir nr. 436 í Addict Ultra.“

Að endingu fullkomnaði Laufey útlitið með því að setja yfir nýtt sólarpúður, Nude Glow nr. 003.

jonagnar@mbl.is