Alexander Petersson, leikmaður Füchse Berlín, er í íslenska landsliðinu í handknattleik á ný en það mætir Hollendingum í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppni HM 10. og 16. júní.

Alexander Petersson, leikmaður Füchse Berlín, er í íslenska landsliðinu í handknattleik á ný en það mætir Hollendingum í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppni HM 10. og 16. júní. Alexander missti af undankeppni Ólympíuleikanna í Króatíu um páskana vegna meiðsla í öxl og tvísýnt var um þátttöku hans í framhaldinu. Hann hefur hins vegar leikið af krafti með Füchse að undanförnu.

Sverre Jakobsson verður ekki með vegna meiðsla og Ásgeir Örn Hallgrímsson er ekki í hópnum af persónulegum ástæðum.

Guðmundur Þ. Guðmundsson valdi eftirtalda 20 leikmenn:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Haukum

Björgvin Páll Gústavss., Magdeb.

Hreiðar Levý Guðm., Nötteröy

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Füchse

Arnór Atlason, AG

Arnór Þór Gunnarsson, Bittenfeld

Aron Pálmarsson, Kiel

Bjarki Már Elísson, HK

Guðjón Valur Sigurðsson, AG

Ingimundur Ingimundars., Fram

Kári K. Kristjánsson Wetzlar

Ólafur Gústafsson, FH

Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK

Ólafur Stefánsson, AG

Róbert Gunnarsson, RN Löwen

Rúnar Kárason, Bergischer

Sigurgeir Á. Ægiss., Kristiansund

Snorri Steinn Guðjónsson, AG

Vignir Svavarsson, Burgdorf

Þórir Ólafsson, Vive Kielce