Vígalegur Nemendur flytja Völuspá.
Vígalegur Nemendur flytja Völuspá.
Í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum hafa nemendur í 4. og 5. bekk sett saman leikrit úr Eddukvæðum. Leikritið er flutt á fornri íslensku og búningar eru að hluta gerðir af nemendum. Þ.á m. hafa þau sjálf ofið víkingabönd í spjaldvefnaði.

Í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum hafa nemendur í 4. og 5. bekk sett saman leikrit úr Eddukvæðum. Leikritið er flutt á fornri íslensku og búningar eru að hluta gerðir af nemendum. Þ.á m. hafa þau sjálf ofið víkingabönd í spjaldvefnaði.

Fyrri hluti leikritsins fer fram á útisviði þar sem Völuspá er flutt með trommuslætti, dansi og bardaga. Seinni hlutinn fer fram í eldsmiðju skólans. Þar flytja þau tvo leikþætti úr skáldamálum sem ekki eru auðþekktir. Síðasta sýning verður nú á mánudaginn 4. júní kl. 18 og eru allir velkomnir.