Gullfalleg Tímalaus fegurð Unnar Steinsson nýtur sín vel í sumarlitunum frá Lancôme.
Gullfalleg Tímalaus fegurð Unnar Steinsson nýtur sín vel í sumarlitunum frá Lancôme. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þegar létt og falleg sumarförðun er annars vegar er vert að muna hin gullvægu orð að „minna er meira“. Sólarpúður setur frísklegan punkt yfir i-ið.

Kristjana Rúnarsdóttir, National Make-up artist hjá Lancôme, sýnir hér fallega sumarförðun. Fyrirsætan heitir Unnur Steinsson, eins og flestir átta sig væntanlega á.

Undirbúningur er mikilvægur

„Til að ná fram góðri áferð á förðun er nauðsynlegt að húðin sé vel undirbúin og nærð,“ útskýrir Kristjana.

„Rénergie Éclat Multi Lift er nýjung hjá Lancôme, húðvara sem gefur ljóma og lyftandi árangur strax. Þetta nýja krem er einstakt. Það er hugsað fyrir konur sem vilja fá lyftingu, lagfæringu á litarhætti, ljóma og sléttandi áhrif strax og finnst hefðbundinn farði of mikið. Rénergie Éclat Multi-Lift kemur þannig í staðinn fyrir dagkremið þitt og farðann,“ útskýrir hún.

„Rénergie Multi-Lift-augnkrem er tvíþætt. Krem með virkni sem dregur úr hrukkum, þéttir húðina, lyftir augnlokum og „base“ sem dregur úr dökkum baugum, lýsir upp augnsvæðið og sléttir augnpoka.

Að sögn dr. Bui, eins frægasta lýtalæknis Frakklands, þarf að laga 6 hluti fyrir yngingu á augnsvæðinu. Húðin í kringum augun verður að þéttast, það þarf að lyfta augnlokunum, línur í kringum augun verða að minnka og allt svæðið lýsast upp, þannig að pokar og dökkir baugar minnki. Allt þetta næst með því að nota þetta eina augnkrem - Rénergie Yeux Multi-Lift.“

Rénergie Multi-Lift-augnkremið var sett í kringum augun ásamt Rénergie Multi-Lift base inn í augnakrókinn og undir augun.

Rénergie Éclat Multi Lift litur númer 03 var notaður á Unni. Rénergie Éclat var borið á með fingrum létt yfir andlitið.

„Til að skerpa augabrúnir var Sourcils Pro númer 02 notaður. Hann er í blýanti og er mjög fljótlegt og þægilegt að nota hann.“

Sólarpúður á sumrin

Sólarpúður er algjör nauðsyn til að fá sólarkyssta húð. Sólarpúðrið er sett létt á enni, nef, kinnar, höku og bringu til að fá fallegan ljóma.

Kinnalitur númer 03 var settur í kinnarnar. Til að setja kinnalitinn á er best að brosa og setja létta áferð á epli kinnanna og draga upp kinnbeinin. Betra er að hafa minna í burstanum og setja aftur heldur en að vera með of mikið og setja allt of mikið á kinnarnar.

Á augun var settur svartur augnblýantur á efra augnlokið upp við augnhár og ofan í línuna var notaður mjór pensill til að mýkja. Ég valdi augnskuggapallettu sem heitir Bady NU og er númer F90. Flottir litir með allt sem þarf til að gera bæði dag- og kvöldförðun. Dökki skugginn er settur í línuna sem búið var að móta með augnblýantinum til að festa og ramma augun ennþá meira inn. Sami dökki litur var notaður í Glóbuslínu til að skyggja. Ljósasti liturinn er settur á augnlokið til að fá bjarta, ferska, sumarlega förðun.

Muna að minna er meira!

Kristjana bendir á að betra er að hafa lítið í penslinum. „Það er miklu betra að byggja upp förðunina heldur en að draga úr henni.

Hypnose Doll Eyes, vatnsheldur maskari, var notaður í þessa förðun. „Hypnose Doll Eyes maskarinn er tilvalinn yfir sumarið, því vatnsheldir maskarar þola tár, hita, vatn, sund og allt sem fylgir útivistinni yfir sumarið.“

Rouge in LOVE-varalitirnir voru notaðir við þetta tækifæri. „Fullkomlega endingargóður litur sem gefur hámarksþægindi á vörum, auðveldur í notkun og gefur glans og gljáa. Litur númer 322 var notaður en sá litur er ferskur, bjartur og fallegur fyrir sumarið.“

Eitt gott ráð frá sérfræðingnum í lokin:

„Til að fá náttúrulega og gagnsæja áferð dumpið Rouge in LOVE varalitnum á varirnar með fingrum. Fyrir þokkafulla og glansandi förðun notið varalitinn beint á varirnar.“

jonagnar@mbl.is