— Morgunblaðið/Golli
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fríða María Harðardóttir, förðunarfræðingur, sýnir okkur hér fjórar mismunandi útgáfur af sumarlegri förðun undir áhrifum frá förðunum af tískusýningarpöllunum fyrir sumarið 2012, sem unnar eru út frá nýjungum úr förðunarlínum Bobbi Brown og Estée Lauder.

Fríða María segir að sumarið kalli almennt á aukinn ferskleika í förðun en minni dramatík, léttari farða, frísklegan gljáa eða ljóma og bjarta eða milda liti.

Vera - 1:

Eftir að hafa borið rakakrem á húðina er borinn á hana Illuminating Perfecting Primer frá Estée Lauder sem gefur fallegan ljóma, jafnar áferð húðarinnar og tryggir betri endingu. Ofan á primerinn kemur svo Daywear BB frá Estée Lauder sem er ný og spennandi vara, litað dagkrem sem jafnar húðlit, gefur raka, er ríkt af andoxunarefnum og inniheldur sólarvörn SPF35. Á kinnar er notaður Pot Rouge for Lips and Cheeks – Pale Pink nr. 11 frá Bobbi Brown, sem er einstaklega góður kremlitur í kinnar og á varir, þægilegt er að bera hann á og áferðin er fersk og falleg. Á augu er notaður Long-Wear Cream Shadow – Nude Beach no. 33 og Candlelight nr. 36 frá Bobbi Brown, kremaðir augnskuggar með fínlegu shimmeri sem þorna eftir að þeir hafa verið bornir á og haldast vel. Einnig góðir sem grunnur fyrir aðra augnskugga. Þá er notaður Intensifying Long-Wear Mascara frá Bobbi Brown og í augabrúnir er fyllt inn í með augabrúnablýanti og svo borið á Natural Brow Shaper – hvort tveggja í Blonde, frá Bobbi Brown. Vilji maður skerpa brúnirnar er mikilvægt að velja blýanta eða skugga í augabrúnir í sem ljósustum tón, fylla inn í án þess að dekkja, því annars verða brúnirnar oft of harðar. Þá er notaður á varirnar Treatment Lip Shine – Pink Seashell frá Bobbi Brown.

Vera - 2: Hér eru sami primer og litað dagkrem frá Estée Lauder notuð en í kinnar og varir er notaður Pot Rouge for Lips and Cheek – Rose no. 10. Á augun er Long-Wear Cream Shadow – Nude Beach nr. 33 notaður sem grunnur og ofan á hann kemur mattur augnskuggi – Taupe no. 4, báðir frá Bobbi Brown, sem dekkir og dregur aðeins úr shimmerinu í kremskugganum. Sami maskari er notaður en að þessu sinni er aðeins notað augabrúnagel – Blonde frá Bobbi Brown, en ekki notaður blýantur í augabrúnirnar til þess að þær hafi léttara yfirbragð til mótvægis við dekkri augnförðun.

Ásdís - 1:

Ofan á gott rakakrem er borinn Matte Perfecting Primer frá Estée Lauder sem mattar, jafnar áferð húðarinnar og tryggir betri endingu. Ofan á hann kemur nýjung frá Estée Lauder sem heitir Invisible Fluid Makeup. Þetta er mjög léttur farði sem jafnar húðlit án þess að það sjáist, svona ósýnilegur farði sem gerir kraftaverk. Í kinnar er notaður Pot Rouge for lips and Cheeks – Pale Pink nr. 11 frá Bobbi Brown og dustað ofan á hann, á kinnbein og vanga, Shimmer Cheek Glow – Gold nr. 3 frá Bobbi Brown, sem er gegnsætt og fínlegt glitpúður. Á augun er notaður Long-Wear Cream Shadow – Copper nr. 42 og Lash Glamour Extreme Lengthening Mascara frá Bobbi Brown og í augabrúnirnar er eingöngu sett glært augabrúnagel. Þá er að lokum notaður Treatment Lip Shine – Orchid Pink frá Bobbi Brown, en það getur verið hressandi að leika sér t.d. með hlýja tóna í augum á móti köldum í vörum, eða öfugt.

Ásdís - 2: Hér eru sami primer og farði frá Estée Lauder notaðir ásamt kremkinnalitnum frá Bobbi Brown, en dustað ofan á hann, á kinnbein og vanga, Shimmer Cheek Glow – Miami nr. 2 frá Bobbi Brown. Á augun er notaður Long-Wear Cream Shadow – Bronze Sugar nr. 34 sem grunnur og ofan á hann mattur augnskuggi – Toast nr. 14, hvorir tveggja frá Bobbi Brown. Sami maskari er notaður og glært gel í augabrúnirnar. Þá er endað á björtum og frísklegum varalit, Pure Color – Melon nr. 25 frá Estée Lauder.

jonagnar@mbl.is