Eyja Kynningarmynd fyrir verkið The Island sem sýnt verður á Núna (Now).
Eyja Kynningarmynd fyrir verkið The Island sem sýnt verður á Núna (Now).
Leiksýningin The Island verður sýnd í dag og á morgun í Asper Centre for Theatre and Film í Winnipeg í Kanada og er hún liður í listahátíðinni Núna (Now) sem fer þar fram á ári hverju en á hátíðinni er lögð áhersla á íslenskar listir.

Leiksýningin The Island verður sýnd í dag og á morgun í Asper Centre for Theatre and Film í Winnipeg í Kanada og er hún liður í listahátíðinni Núna (Now) sem fer þar fram á ári hverju en á hátíðinni er lögð áhersla á íslenskar listir. The Island er samstarfsverkefni íslenskra og vestur-íslenskra listamanna og var sýnd fyrsta sinni í Gamla bíói sl. haust, á leiklistarhátíðinni LÓKAL. Að sýningunni standa íslensku listamennirnir Friðgeir Einarsson, Ingibjörg Magnadóttir, Margrét Bjarnadóttir og Guðmundur Vignir Karlsson (einnig þekktur sem Kippi Kaninus) og kanadísku listamennirnir Arne MacPherson, Freya Olafson og Hugh Conacher.

Í tilkynningu frá þeim segir að sýningin fjalli á nokkuð gáskafullan hátt um einangrun og einmanaleika og þörf mannsins fyrir að eiga samskipti. Listamennirnir séu með mjög ólíkan bakgrunn og verkið samruni margra listgreina, þ.e. myndlistar, leiklistar, tónlistar og dans. Tugir íslenskra listamanna hafa komið fram á Núna (Now) og staðið fyrir listviðburðum.