Resande Man.
Resande Man.
Áhugakafarar telja sig hafa fundið sænska herskipið Resande Man sem sökk sunnan við Stokkhólm með gull- og demantafarm árið 1660. Kafararnir segjast ekki hafa fundið farminn en vona enn að hann komi í leitirnar.

Áhugakafarar telja sig hafa fundið sænska herskipið Resande Man sem sökk sunnan við Stokkhólm með gull- og demantafarm árið 1660. Kafararnir segjast ekki hafa fundið farminn en vona enn að hann komi í leitirnar.

Resande Man sökk í Eystrasalti í nóvember 1660 þegar skipið átti að flytja gjöf sænsku ríkisstjórnarinnar til Póllands. „Skipið er í frekar slæmu ástandi,“ hefur fréttaveitan AFP eftir einum kafaranna, ljósmyndaranum Peter Jademyr. Hann sagði kafarana vera 99% vissa um að þeir hefðu fundið Resande Man. „Það eina sem gæti staðfest þetta 100% er skipsbjallan, sem var með nafn skipsins áletrað,“ sagði Peter Jademyr.

Fornleifafræðingurinn Johan Rönnby sagði að skipið væri á tuttugu metra dýpi við ströndina sunnan við Stokkhólm. Skipið væri 25 metra langt, sjö metra breitt og um það bil helmingi minna en herskipið Vasa sem sökk árið 1628, en því var lyft af sjávarbotni árið 1961 og er nú á safni í Stokkhólmi.