Hestamönnum gefst kostur á að hleypa á Landsmóti hestamanna sem fram fer í Reykjavík í lok mánaðarins. Stjórn Landsmóts ehf. mun setja 300 metra stökk inn á dagskrá mótsins, sem sýningargrein, ef næg þátttaka fæst.

Hestamönnum gefst kostur á að hleypa á Landsmóti hestamanna sem fram fer í Reykjavík í lok mánaðarins. Stjórn Landsmóts ehf. mun setja 300 metra stökk inn á dagskrá mótsins, sem sýningargrein, ef næg þátttaka fæst.

Kappreiðar voru veigamikill þáttur í hestamannamótum fyrr á árum, m.a. á landsmótum til ársins 2000. Keppt var í stökki og brokki og kerruakstur var kominn á dagskrá. Síðustu árin hefur aðeins verið keppt í skeiði. Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segir að margir hafi gaman af því að hleypa á stökk, ekki síst ungir knapar. Vonandi verði þetta til að efla áhuga á hestamennsku. helgi@mbl.is