Mælir Dorothée Kirch, framkvæmdastjóri KÍM, er meðal mælenda.
Mælir Dorothée Kirch, framkvæmdastjóri KÍM, er meðal mælenda. — Morgunblaðið/Ernir
Myndlistarmessur – stökkpallur inn á alþjóðlegan myndlistarmarkað nefnist málþing sem haldið verður í Norræna húsinu í dag kl.
Myndlistarmessur – stökkpallur inn á alþjóðlegan myndlistarmarkað nefnist málþing sem haldið verður í Norræna húsinu í dag kl. 15 til 18 á vegum samstarfsverkefnisins MESSA Vision og er það hluti af myndlistarverkefni Listahátíðar í Reykjavík, (I)ndependent people, eða Sjálfstætt fólk. Á málþinginu verður kynnt hugmynd að því að halda fyrstu söluráðstefnu myndlistar hér á landi. Málþingið er haldið í kjölfar MESSA Teaser 2011 sem var prufukeyrsla á söluráðstefnu, haldin á Kex Hosteli í fyrra. „MESSA Vision er listamannarekið samstarfsverkefni sem leggur áherslu á að kynna þær hugmyndir, nálgun og áherslur og þann verðleika sem myndlistarmessur skapa í myndlistarheiminum, bæði fyrir myndlistarmenn og almenning“ segir í tilkynningu.

Nokkrir fyrirlestrar verða haldnir á málþinginu en heiðursgestur þess er Andreas Ribbung, stofnandi og framkvæmdastjóri alþjóðlegu myndlistarráðstefnunnar Supermarket í Stokkhólmi. Meðal þeirra sem halda fyrirlestra eru Dórothée Kirsch, framkvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og Curver Thoroddsen listamaður. Stjórnandi málþingsins er Hanna Styrmisdóttir, sjálfstæður sýningarstjóri. Framkvæmdafélag listamanna, FRAFL, er frumkvöðull verkefnisins.