Söngur Árni Johnsen leiðir fjöldasöng í Eyjum í kvöld í tilefni sjómannadags.
Söngur Árni Johnsen leiðir fjöldasöng í Eyjum í kvöld í tilefni sjómannadags. — Morgunblaðið/Sverrir
Eyjamenn taka forskot á hátíðarhöld sjómannadagsins á sunnudaginn með fjöldasöng í Akoges-salnum í Vestmannaeyjum í kvöld. Sjómannadagssöngurinn þar er árlegur viðburður og markar upphaf fjölbreyttrar dagskrár alla helgina.

Eyjamenn taka forskot á hátíðarhöld sjómannadagsins á sunnudaginn með fjöldasöng í Akoges-salnum í Vestmannaeyjum í kvöld. Sjómannadagssöngurinn þar er árlegur viðburður og markar upphaf fjölbreyttrar dagskrár alla helgina.

Árni Johnsen þingmaður mun leiða fjöldasönginn í kvöld ásamt fleiri tónlistarmönnum. Má segja að þar verði samankomið „landslið“ Eyjamanna í tónlistinni og tekin 100 laga lota, eins og Árni orðaði það við Morgunblaðið. Söngurinn hefst kl. 22 og stendur til kl. tvö í nótt, með sögustund inn á milli.