Vandræði Úr kvikmyndinni Moonrise Kingdom sem frumsýnd verður í dag.
Vandræði Úr kvikmyndinni Moonrise Kingdom sem frumsýnd verður í dag.
Nýjasta kvikmynd leikstjórans Wes Andersons, Moonrise Kingdom, verður frumsýnd í dag í Háskólabíói. Myndin var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes sem lauk fyrir tæpri viku.

Nýjasta kvikmynd leikstjórans Wes Andersons, Moonrise Kingdom, verður frumsýnd í dag í Háskólabíói. Myndin var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes sem lauk fyrir tæpri viku. Sögusvið myndarinnar er smábær á eyju í New England í Bandaríkjunum árið 1965. Segir af 12 ára strák og stelpu sem verða ástfangin og ákveða að stinga af saman. Upphefst þá mikil leit yfirvalda og bæjarbúa að börnunum og við bætist að stormur er í aðsigi.

Í aðalhlutverkum eru Bruce Willis, Edward Norton, Bill Murray, Frances McDormand, Tilda Swinton, Jason Schwartzman, Jared Gilman og Kara Hayward.

Rotten Tomatoes: 95%