Sumarleg Ester förðuð í skærum litum frá Max Factor
Sumarleg Ester förðuð í skærum litum frá Max Factor — Morgunblaðið/Golli
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Bjartir litir eru ríkjandi hjá Max Factor í sumar, eins og vera ber. Förðunarfræðingurinn Katla Hrund Karlsdóttir sýnir hér tvær sumarlegar útfærslur, og um hár og stílíseringu sá Lilja Konráðsdóttir. Katla Hrund hefur orðið.

Förðun 1 - Edda

„Ég byrjaði á því að þvo húðina með Olay-hreinsigeli og setti svo á dagkremið Total Effects 7 in 1 (SPF 15). Á andlitið notaði ég sérstaklega vandaðan og rakagefandi farða, Xperience nr: 45, þar á eftir Mastertouch-hyljara nr. 303 undir augun og sólarpúður Bronze nr. 2. Ég vildi ná fram fallegri náttúrulegri áferð og setti því örlítið „highlight“ Pan Stik Shimmer 001 efst á kinnbeinin sem gerir ótrúlega mikið fyrir andlitsförðunina. Einnig notaði ég blautan kinnalit Creme Blush nr. 14 Soft Pink.

Áberandi augu

Augun vildi ég hafa áberandi en þó ekki endilega dökk. Ég blandaði saman augnskugga nr. 128 Passionate Plum og Duo 440 Sunset Mood. Liquid Eye-blýantarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og þá sérstaklega vegna þess hversu mjúkir þeir eru og einnig hafa þeir gúmmí-„buffer“ á öðrum endanum sem býður upp á marga möguleika varðandi blöndunina. Ég notaði tvo Liquid Eye-blýanta, Violet Voltage og Lilac Flame. Það getur verið gaman að breyta til á sumrin og því setti ég skærbláan False lash effect-maskara til að fullkomna augnförðunina. Varirnar vildi ég leggja sem mesta áherslu á og notaði nýja Flipstick-varalitinn Boreal Mauve nr. 15, sem er tvískiptur varalitur og kemur í sex flottum litum. Hann gefur fallegan gljáa og þrýstnari varir. Mini Nails heita nýju naglalökkin (5 ml) frá Max Factor og litirnir í þeim eru æðislegir! Ég notaði Lollipop nr. 33 og Fantacy Fire nr. 45.

Förðun 2 - Ester

Ég hreinsaði húðina með hreinsimjólkinni frá Olay, Conditioning Milk sem gefur þurri húð einstaka mýkt. Því næst setti ég Nature Fusion-dagkrem frá Olay (SPF 15). Ég notaði Smooth Effect-andlitsfarðann, hann gefur húðinnni fullkomið undirlag og góðan raka. Liturinn er mjög ljós, nr. 40 en það er gott að vita að til séu mjög ljósir litir fyrir þær sem eru með ljósa húð. Einnig fást ljósir litir í farðanum Lasting Performance (nr. 100 og 101). Ég notaði Erase-hyljara nr. 7 sem þekur extra vel ásamt blautum kinnalit Creme Blush nr. 9 Soft Murano sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þessi kinnalitur kemur í þrem litum og gefur ótrúlega flotta og jafna áferð sem helst í skorðum allan daginn. Einnig setti ég highlight Pan Stik Shimmer efst á kinnbeinin. Augnförðunin er létt og sumarleg. Ég notaði Duo 420 Supernova Pearls í grunninn og skyggði svo með augnskugga nr. 108 Inca Bronze.

Grænt og sumarlegt

Ég setti skærgrænan Liquid Eye-blýant, Green Glow í augnháralínurnar, græni liturinn er virkilega sumarlegur og fer vel við björtu varirnar. Maskarinn, Xperience Volumizing sem ég notaði gefur augnhárunum jafna fyllingu, greiðir og aðskilur augnhárin vel. Varirnar vildi ég hafa áberandi og notaði ég því nýja Flipstick-varalitinn frá Max Factor, Salsa Red nr. 25 sem er tvískiptur. Dekkri litinn setti ég fyrst á allar varirnar, svo setti ég ljósari litinn yfir miðjuna á vörunum til að gera þær þrýstnari. Mini Nails-naglalökkin koma í 15 ferskum sumarlitum, ég notaði lit nr. 32 Cactus Green.“

jonagnar@mbl.is