Steinunn Hafdís Hafliðadóttir fæddist á Stóru-Hellu í Neshreppi á Snæfellsnesi 14. okt. 1923. Hún lést á Akranesi 3. maí 2012.

Útför Steinunnar var gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 11. maí 2012.

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi,

hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.

Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi,

og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.

(Ingibjörg

Sigurðardóttir.)

Hvíl í friði, elsku Steina frænka, og takk fyrir allar góðu stundirnar.

Helga og Tryggvi,

María Dagmar

og fjölskylda,

Tinna Ýr og fjölskylda.