Birgitte Nyborg Forsætisráðherra er leikinn af Sidse Babette Knudsen.
Birgitte Nyborg Forsætisráðherra er leikinn af Sidse Babette Knudsen. — Scanpix
Það er merkilega gott að horfa á sjónvarpið þegar maður hefur ekki haft aðgang að því um hríð. Fyrir nokkru bilaði sjónvarpið og ég ákvað að gera ekki við það þar sem tækið er á svipuðum aldri og Macarena-dansinn.

Það er merkilega gott að horfa á sjónvarpið þegar maður hefur ekki haft aðgang að því um hríð.

Fyrir nokkru bilaði sjónvarpið og ég ákvað að gera ekki við það þar sem tækið er á svipuðum aldri og Macarena-dansinn.

Til að gera stutta sögu styttri þá fann ég ekki beint fyrir söknuði. Ég hugsaði bara ekkert sérstaklega um sjónvarp. Ég þurfti ekki á því að halda. Ég var frjáls. Eða svo hélt ég.

Eftir nokkra sjónvarpslausa mánuði fór ég í sumarbústað þar sem ég hafði aðgang að ríkissjónvarpinu. Ekki byrjaði það vel. Heimildamynd um gamla konu sem var að semja tónlist. Áhugaverð kona en með eindæmum leiðinleg mynd. Eftir hana hugsaði ég með sjálfum mér: Hver þarf sjónvarp?

Stuttu síðar byrjaði danski þátturinn Borgen sem nokkurn veginn allir hafa talað vel um. Og viti menn. Ég varð hugfanginn. Þvílíkur þáttur. Hann hafði allt; ljótan vondan karl, kynlífssenu, brandara og pólitík.

Eftir þáttinn áttaði ég mig á því hversu mikið ég saknaði sjónvarps. Því keypti ég mér nýtt stuttu síðar. Kæri Borgen: Takk fyrir að að bjarga trú minni á sjónvarpsgláp.

Viðar Guðjónsson