Endurheimtur Áætlað virði eigna gamla Landsbankans er 122 milljörðum króna hærra en bókuð fjárhæð forgangskrafna.
Endurheimtur Áætlað virði eigna gamla Landsbankans er 122 milljörðum króna hærra en bókuð fjárhæð forgangskrafna. — Morgunblaðið/Ómar
Slitastjórn gamla Landsbankans greiddi út í lok maímánaðar hlutagreiðslur til þeirra sem eiga forgangskröfur í þrotabú bankans fyrir um 162 milljarða króna, en þetta er önnur greiðsla búsins til kröfuhafa.

Slitastjórn gamla Landsbankans greiddi út í lok maímánaðar hlutagreiðslur til þeirra sem eiga forgangskröfur í þrotabú bankans fyrir um 162 milljarða króna, en þetta er önnur greiðsla búsins til kröfuhafa. Samtals hefur slitastjórnin því greitt forgangskröfuhöfum 594 milljarða króna, sem jafngildir 43% af forgangskröfum. Á fundi slitastjórnar bankans, sem haldinn var í gær, kom einnig fram að áætlað virði eigna bankans er 122 milljörðum króna hærra en bókuð fjárhæð forgangskrafna. Sú upphæð nemur samtals 1323 milljörðum.

Slitastjórnin segir að umtalsverður árangur hafi náðst í auknum endurheimtum og nam raunaukningin á áætluðu verðmæti eigna milli ársfjórðunga tæplega 77 milljörðum króna. Heildaraukningin, að teknu tilliti til breytinga á gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum, nam um 117 milljörðum króna. Mestu máli skiptir í þessu samhengi salan á verslunarkeðjunni Iceland Foods í Bretlandi.