Djass Söngkonan Anna Mjöll.
Djass Söngkonan Anna Mjöll.
Djasssöngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir, sem búið hefur og starfað í Los Angeles til fjölda ára, heldur tónleika í kvöld kl. 21 á Café Rosenberg til minningar um föður sinn, tónlistarmanninn Ólaf Gauk Þórhallsson sem lést 12. júní í fyrra.

Djasssöngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir, sem búið hefur og starfað í Los Angeles til fjölda ára, heldur tónleika í kvöld kl. 21 á Café Rosenberg til minningar um föður sinn, tónlistarmanninn Ólaf Gauk Þórhallsson sem lést 12. júní í fyrra. Anna Mjöll kemur fram með hljómsveit en hana skipa Jón Páll Bjarnason á gítar, Ólafur Jónsson á saxófón, Gunnar Hrafnsson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur.

Anna Mjöll hefur átt góðu gengi að fagna í Los Angeles og setti djassgagnrýnandinn Arnaldo DeSouteiro hana í hóp fimm fremstu söngkvenna djassheimsins í dag. Tónleikarnir í kvöld bera yfirskriftina Jazz fyrir pabba.