— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hið árlega Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins fór fram í blíðskaparveðri í höfuðborginni í gær. Hlauparar gátu valið um 3 km skokk eða göngu frá Skógarhlíð að Öskjuhlíð og til baka eða hið krefjandi 10 km hlaup suður fyrir Reykjavíkurflugvöll og til baka.
Hið árlega Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins fór fram í blíðskaparveðri í höfuðborginni í gær. Hlauparar gátu valið um 3 km skokk eða göngu frá Skógarhlíð að Öskjuhlíð og til baka eða hið krefjandi 10 km hlaup suður fyrir Reykjavíkurflugvöll og til baka. Að venju var margt um manninn, 185 hlauparar spreyttu sig á stóra hringnum og náðu langflestir þeirra, eða 171, að klára en 117 hlauparar tóku þátt í styttri hringnum. Tíminn var mældur hjá öllum þátttakendum og voru úrslit birt eftir aldursflokkum. Í 10 km hlaupinu komu þau Kári Steinn Karlsson og Eva Margrét Einarsdóttir fyrst í mark en Ólafur Örn Guðmundsson og Eva Dögg Sæmundsdóttir áttu besta tímann í 3 km hlaupinu.